Verktaki við vinnu í Eyrargötu á Suðureyri tók í sundur ljósleiðara um kl 10 í morgun. Hefur það áhrif á hluta notenda við Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu og Stefnisgötu. Viðgerð á slitinu er hafin.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Uppfært kl 18:00: Viðgerð lokið og allir notendur eiga að vera komnir inn.